top of page
SÁLGÆSLA
Sálrænn stuðningur
Samtal, nærvera, stuðningur.
Samfylgd með fólki á erfiðum stundum í lífinu, tími til að hlusta og eiga samtal.
Ef þú ert að takast á við sorg, veikindi, áfall, einmanaleika, höfnun eða aðra erfiðleika getur verið að þessi þjónusta sé fyrir þig.
Heim: Welcome
UM MIG
Ég heiti Margrét Steinunn Guðjónsdóttir, kölluð Magga Steina og er alin upp í Vík í Mýrdal seinnipart síðustu aldar. Núna bý ég í Flóanum, á mann og þrjú börn. Ég hef hjarta fyrir fólki og öllu litrófi mannlífsins. Eftir þrjátíu ár sem grunnskólakennari lærði ég djáknafræði og í framhaldi af því sálgæslu í endurmenntun HÍ. Lífið hefur gefið mér alls konar reynslu, sem nýtist til að læra af og miðla öðrum.
Heim: About Me
Heim: Blog Feed
Heim: Contact
bottom of page