
SÁLGÆSLA
Sálrænn stuðningur
Samtal, nærvera, stuðningur.
Samfylgd með fólki á erfiðum stundum í lífinu, tími til að hlusta og eiga samtal.
Ef þú ert að takast á við sorg, veikindi, áfall, einmanaleika, höfnun eða aðra erfiðleika getur verið að þessi þjónusta sé fyrir þig.
UM MIG
Ég heiti Margrét Steinunn Guðjónsdóttir, kölluð Magga Steina og er alin upp í Vík í Mýrdal seinnipart síðustu aldar. Núna bý ég í Flóanum, á mann og þrjú börn. Ég hef hjarta fyrir fólki og öllu litrófi mannlífsins. Eftir þrjátíu ár sem grunnskólakennari lærði ég djáknafræði og í framhaldi af því sálgæslu í endurmenntun HÍ. Lífið hefur gefið mér alls konar reynslu, sem nýtist til að læra af og miðla öðrum.
