top of page
Search
maggasteina

Forsjónin




Hvað er þessi forsjón? Er það að sjá fyrir óorðna hluti eða kannski að einhver annar sjái fyrir okkur?

Þegar maður treystir forsjóninni lítur maður þannig á lífið að maður er ekki einn á ferð, að einhver sjái fyrir mann. Vonin er þar mikilvæg. Maður spyr sig hvernig hlutirnir eru útlagðir, er það heppni eða forsjón? Hef ég eitthvað með þetta að gera sjálf eða er allt saman skrifað í skýin og ég verð bara að sleppa takinu og treysta? Einmitt, treysta.

Forsjón merkir að það muni vera vel fyrir öllu séð. Vonin er sterkt afl sem stefnir lengra en óskin, en óskin er nærsýnari og snýr meira að manni sjálfum, en vonin er stærra hugtak og hefur í sér sömu þætti og trúin. Vonin er dynamisk.

Maður lítur á eigið líf og sér hvernig það hefur legið. Kannski geri ég allt til að hafa stjórn á lífi mínu og því sem gerist í kringum mig. Það er okkur ansi mikilvægt að hafa stjórn, stundum of mikla stjórn og förum þá í það að ráðskast með fólkið okkar og framvindu mála. Við teljum okkur vita hvað er okkur og okkar fólki fyrir bestu og jafnvel teljum við okkur vera alveg með það á hreinu hvað öðrum, sem eru okkur ekkert tengdir, er fyrir bestu. Við jafnvel göngum svo langt að segja fólki til í þeirri fullvissu að við vitum betur. Stundum er það svo....en stundum alls ekki.

Ég held að hlutirnir hafi tilhneigingu til að fara eins og þeir eiga að fara. Ég treysti forsjóninni. Forsjónin getur verið Guð, englarnir okkar, æðri máttarvöld, himintunglin eða hvað það sem þú treystir og trúir á. Og það er gott!

Kærleikskveðja, Magga Steina


126 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page