top of page
Search
  • maggasteina

Áföllin okkar

Updated: Aug 17, 2021


Áföll veita okkur tækifæri til endurnýjunar, til nýs skilnings á okkur sjálfum sem einstaklingum Þau veita okkur tækifæri til að velja þá breytingu sem hjálpar okkur að þroskast og öðlast meiri lífsfyllingu.

En það er ekki alltaf auðvelt að sjá þessi tækifæri, allavega ekki þegar áfallið er nýlega dunið yfir og við erum jafnvel dofin eða ekki með sjálfum okkur.

Það getur verið dýrmætt að hafa einhvern til að tala við, einhvern sem hlustar án þess að dæma og einhvern sem getur lánað okkur heilræði eða von.

Viðbrögð okkar við áföllum geta verið margskonar því við erum svo ólík og eins áföllin okkar, þau eru af ýmsum toga. Stundum finnst okkur jafnvel við ekki eiga rétt á að nefna það áfall því við berum það saman við eitthvað annað sem aðrir lenda í og okkur finnst okkar lífsreynsla svo miklu minna mál en það. En áfall er áfall og ef við upplifum það sem slíkt þá er það svo. Við þurfum ekki að bera okkar lífsreynslu saman við annarra og setja hana á mælistiku.

Stundum verður áfallið svo stórt og snertir svo marga nærri þér að þú treystir þér ekki til að ræða það við þína nánustu, finnst að þeir eigi nóg með sitt. Þá er gott að geta haft samband við mig annað hvort með tölvupósti eða símtali. Njóttu dagsins og líðandi stundar með kærleika og friði.

133 views0 comments

Recent Posts

See All
Post: Blog2_Post
bottom of page